Sveitin mín.

Eins og áður kyrrðin, í öllu sínu veldi

með fuglaundirspili á fögru sumarkveldi.

Náttúrunnar samspil, nemur huga minn,

ný og fögur tilfinning, tekur völd um sinn.

 

Hve yndislegt það er

að eiga stað á landi hér,

sem töfraveröld tímans rúmi í,

og týndum perlum gefur líf á ný.

 

Grænar sléttur, gjöful jörð,

gnæfa yfir fjöll og dalir

og hvítur jökultindur.

Halda í hönd hans fjöllin blá,

sem leiðist sprund og halir.

 

Sem tákn um fegurð, traust og lífsins anda

með tign um aldur föstum fótum standa.

Sem hamraveggur, haft gegn norðanvindum

við höfum gagn af Eyjafjallatindum.

 

Ég lít mér nær og sé þar lífsins sporið,

lömbin ungu á spretti út í vorið.

Kötturinn á ferðinni með kettlingana báða,

á hundinn sigin höfug værð, svo haldinn er til náða.

 

GMÓ, fyrir síðustu aldamót.

 

kv.Guðrún María. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband