Úr reynslubankanum.

Það kemur fyrir að mann setur hljóðan, þegar maður fær svo misvísandi skilabið frá tveimur stykkjum kerfum mannnsins, kerfum sem eigi að síður eiga að vera hvort um sig þau fullkomnustu og faglegustu sem lýtur að þjónustu við manninn.

Svo sem ekki alveg ný saga en.... 

Annað kerfið sagði ákveðna hluti ekki hægt, hitt kerfið sagði að fyrra kerfið myndi framkvæma þá hluti sem sagðir voru " ekki hægt " nokkrum klukkutímum síðar með öðrum orðum 100 % misvísandi skilaboð

Það reyndi þó ekki á það að fullyrðing seinna kerfisins myndi standast því viðkomandi viðfangsefni varð áframhaldandi verkefni þess hins sama eftir viðtal við mig, hlutaðeigandi aðilla í þessu tilviki.

Að öllum líkindum gæti ég ritað heila bók um misvísandi ófagleg skilaboð innan faglegra kerfa mannsins gegnum tíðina en mín aðferð er nú orðið sú að láta viðkomandi vita um hversu misvísandi viðkomandi skilaboð eru, með það að markmiði að slíkt hið sama lúti endurskoðun.

 

Samhæfing , samhæfing , samhæfing , hvar ert þú ?

 

Hef sagt það áður og segi enn.

 

kv.Guðrún María. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband