Um daginn og veginn.

Ég hefi í nokkurn tíma eftir að ég flutti af höfuðborgarsvæðinu hlýtt nær einungis á RUV og vissulega margt ágætt þar að finna en fréttamatið  nú síðast  og endalausar frétti af því hvað forseti sagði í þingræðu við þingsetningu  og hver viðbrögð forsætisráðherra væru við þeim ummælum varðandi Evrópumál.....................

dag eftir dag er afar furðulegt og satt best að segja veit ég ekki hvernig viðhorf til stjórnmála á að geta batnað sem og málefnaleg umræða ef fréttamat er ekki um hvað gerist heldur hvað menn segja hér og þar, öllum stundum.

Endalaust er eðli máls samkvæmt hægt að búa til fréttir um ummæli manna út og suður, en varla skyldi það vera fyrsta frétt sama daginn tvo fréttatíma í röð sama daginn.

Að kalla menn í viðtöl til þess að túlka ummæli manna í þessu sambandi, hvort sem eru prófessorar eða aðrir er eitthvað sem RUV þarf nú aðeins að endurskoða hvað varðar ofnotkun á slíku sem efnivið í fréttir.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er margt sem stjórnendur ruv þurfa að endurskoða, t.d. hvort ekki sé kominn tími til að láta fréttastofuna flytja fréttir í stað skáldsagna.

Þá ættu stjórnendur stofnunarinnar að endurskoða mannaráðningar hjá sér. Það á við jafnt um stjórnendur sem minna setta. Fréttaritarar sumir hverjir og nokkrir innan stjórnkerfis stofnunarinnar, geta ekki með nokkru móti sætt sig við að hér hafi orðið stjórnarskipti, að vilja þjóðarinnar og þeir eiga einnig erfitt með að sætta sig við að þjóðin hafi hafað aðildarferlinu að ESB. Þarna fara kannski fremst í flokki fréttastjóri ruv og fréttaritari stofnunarinnar í London.

En fyrst og fremst þurfa stjórnendur ruv að fara að spá í hvort ekki sé kominn tími fyrir stofnunina að fara að vinna eftir þeim lögum sem um hana hafa verið sett. Að öðrum kosti getur verið erfitt að halda uppi vörnum gegn því að þessi stofnun verði lögð niður. Víst er að öfl innan stjórnkerfis Íslands vildu hellst sjá þessa stofnun aflagða og meðan hún fer ekki að þeim lögum sem henni er ætlað, verður málfluningur þessara afla sterkari.

Gunnar Heiðarsson, 10.6.2013 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband