Vilhjálmur vill ekki að Framsóknarflokkurinn stígi á bremsu öfgafrjálshyggju síðari ára.

Raunin er sú Framsóknarflokkurinn hefur oftar en ekki stigið á bremsu öfgafrjálshyggju sem miðjuflokkur hvort sem mönnum líkar betur eða ver. 

Sökum þess er það hvoru tveggja gott og hollt að sá hinn sami flokkur taki forystu til framfara, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur eðli máls samkvæmt ekki einkaleyfi á því hinu sama. 

Vilhjálmur er hins vegar einn fárra nýlíða í framboði í Sjálfstæðisflokknum fyrir þessar kosningar og lætur gamminn geysa að venju ef svo ber undir og nú virðist hann hafa tekið upp á því að flokka syndir í stjórnmálum....

Kosningabarátta tekur alla jafna á sig margar myndir sem frambjóðendur mála vissulega hver fyrir sig og Vilhjálmur er búin að mála syndamynd, það kemur svo í ljós hvort fleiri hyggjast mála sams konar myndir.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband