Hraðakstur færist í vöxt aftur, því miður.

Ég hefi verið á flakki á þjóðvegum Suðurlands frá því ég flutti austur og mér finnst menn þurfa að flýta sér æ meira nú orðið, þ.e. ekki virðist duga að vera á leyfilegum hámarkshraða, sem maður merkir þegar ekið er framúr manni á þeim hinum sama hraða.

Hins vegar er það svo að ég mæti ekki lengur eins mörgum lögreglubílum til dæmis yfir Hellisheiði og ég gerði um tíma og sennilega kemur þar til sögu niðurskurður til lögreglunnar en sýnileiki lögreglu á vegunum virkar í þessu efni.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Hefur áhyggjur af hraðakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband