Nokkur orð um Mannréttindi á Íslandi og meinta þróun innanlands.
Laugardagur, 23. mars 2013
Sú er þetta ritar bjó í sveitarfélagi þar sem sömu flokkar sitja við stjórnvölinn og setið hafa í ríkisstjórn landsins og bæjarstjóri núverandi er í VG en bæjarstjórnin samanstendur af þeim flokki og Samfylkingu.
Það hið sama sveitarfélag og stjórn þess sá sig ekki umkomið að halda utan um sína íbúa varðandi það atriði að uppfylla lagaskyldu um félagsþjónustu hér á landi og aðstoða eitt stykki fjölskyldu, sem innihélt móður og son, bæði með fötlun skilgreinda sem slika á þeim tímapunkti.
Með öðrum orðum það var ekki hægt að vinna úr því að finna flöt á því að semja um skuldir sem voru fyrir hendi og aðstæður þar sem slys olli tekjumissi, slys í vinnu fyrir sama sveitarfélag í áratug.
Sveitarfélagið HENTI móður og syni á götuna úr félagslegri leiguíbúð, en móðirin flúði sveitarfélagið í annað sveitarfélag og færði sitt lögheimili til þess að geta fengið húsaleigubætur þar í leiguhúsnæði til skammtíma sem þak yfir höfuðið, samkvæmt greiðslugetu, en þar með var tími búsetu á einum stað í einu sveitarfélagi sem réttindi fyrir bí og óvissa húsnæðislega að öllum líkindum það sem eftir er ævinnar fyrir móðurina.
Sonurinn var formlega á götunni, með sína fötlun og enginn gerði neitt í því fyrr en sá hinn sami þurfti að leita hjálpar á heilbrigðisssviðinu og tilheyrði þá viðkomandi sveitarfélagi með lögheimili þar sem aðilar voru kallaðir til af hálfu heilbrigðisyfirvalda.
Lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga varðandi það atriði að finna úrlausn í málum einstaklinga voru að engu höfð í því tilviki sem hér um ræðir, og ævarandi skömm fyrir alla er komu að því hinu sama máli, og munu aldrei geta réttlætt það að geta ekki samið um skuld við einstakling sem var að greiða leigu en á sama tíma fellt niður stórar fjárhæðir til handa íþróttafélögum bæjarins.
Lögfræðiþóknun sú sem til kom í því hinu sama máli og var tvöföld til handa sama lögmanni í sama máli, kjörnum fulltrúa í nefndir og ráð á vegum bæjarins, sem hækkaði eðli máls samkvæmt skuldastöðu, þarfnast enn skoðunnar við hvað stjórnsýsluhætti varðar.
Um tíma upplífði ég þessa atlögu sem pólítískar ofsóknir vegna gagnrýni minnar á ríkisstjórn sömu flokka við landsstjórnina en hef ekki verið höll undir samsæriskenningar alla jafna og vil ekki trúa því enn.
Eitt er hins vegar ljóst að ég leita að mannréttindum mínum hér á landi, sem öryrki eftir slys, nú um stundir vegna aðgerða og aðgerðaleysis bæjaryfirvalda í fyrrum bæjarfélagi undir stjórnar VG og Samfylkingar.
kv.Guðrún María.
![]() |
Deildu um afstöðu Vigdísar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.