Um daginn og veginn.

Tíminn er fljótur að líða frá hausti til vors og nú hefst ný húsnæðisleit hjá mér eins agalega skemmtilegt og það nú er.

Af tvennu er það hins vegar illskárra að flytja milli staða að vori til en í kulda vetrar.

Veturinn hefur hins vegar verið sérstakur hér sunnanlands vægast sagt þetta árið hvað veðurfar varðar og sú er þetta ritar þakkar fyrir það að komast á milli staða í því veðurfari sem verið hefur.

Rigning og vorblíða í janúar og febrúar var með ólíkindum hér um slóðir.

Ég er bjartsýn að eðlisfari og vona að ég finni þak yfir höfuðið hvar svo sem það kann að vera að finna fljótlega á kjörum sem ég ræð við.

Kemur í ljós.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband