Lýðskrumsflugeldasýningin um nýja stjórnarskrá er í boði sitjandi stjórnvalda.

Núverandi ríkisstjórn efndi til stjórnlagaþings og eyddi fjármunum í fundahald og kosningar til þess hins sama undir formerkjum lýðræðisins. 

KOSNINGAR ÞÆR SEM FRAM FÓRU VORU DÆMDAR ÓLÖGLEGAR, og hvað gerði þessi ríkisstjórn ?

Hún sniðgekk dóminn og SKIPAÐI efstu menn úr hinni ógildu kosningu í " stjórnlagaráð " með öðrum orðum pólítiskt ráð sitjandi stjórnvalda í landinu.

Ráð sem síðan kom saman og skilaði tillögum sem EKKERT VAR GERT MEÐ , innan þings og málið síðan sett hráunnið í þjóðaratkvæðagreiðslu, svona til þess að gera eitthvað þott það hið sama kostaði verulega fjármuni úr ríkissjóði, rétt eins og skipun í stjornlagaráðið.

Þvílík og önnur eins vinnubrögð og farið hafa fram sem ákvarðanir sitjandi valdhafa í máli þessu eru eitthvað sem lengi  verður í minnum haft og mun lúta sérstakri söguskoðun í framtíð sem furðulegt fyrirbæri á stjórnmálasviðinu hér á landi.

Þessu til viðbótar hafa hinir skipuðu fulltrúar stjórnlagaráðs, sem VG og Samfylking skipuðu úr hinni ógildu kosningu, ruðst fram sem handhafar sannleika og réttlætis allra handa og eru komnir í framboð til Alþingis með þann hinn sama sannleika, hver um annan þveran, sem þeir sjálfir skópu og hafa ekkert við að athuga þótt, verulega margir séu allsendis ekki sama sinnis.

Þessi tilraun til þess að endurskoða stjórnarskrá vora hefur því sjálfkrafa fallið um sjálft sig að mínu viti og hvers konar tilraunir stjórnarþingmanna til þess að bera í  bætifláka fyrir þróun þessa máls bera flestar að sama brunni.

Núverandi flokkar höfðu ekki bein í nefinu til þess að taka ákvörðun um að kjósa aftur, ellegar að fresta máli þessu þegar ljóst var að tillögur þessar væru ekki grunnur að nýrri stjórnarskrá nema síður væri.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Líkti Framsóknarflokknum við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þorvaldur Gylfason talar um valdarán og hvolpar hans taka undir. Eins mikil öfugmæli er vart hægt að hugsa sér. Hvernig getur þjóðkjörið Alþingi, sem með völdin fer, gert valdarán? Valdarán verður einungis þegar völd eru tekin af þeim sem með þau fara.

Að krefjast þess að Alþingi samþykki, án skoðunnar og breytinga,  tillögur hóps 25 manna, sem skipaðir voru til að endurskoða stjórnarskránna, er vissulega tilraun til valdaráns, jafnvel þó sá hópur sem stendur að þeirri aðför hafi vilja um 30% landsmanna að baki sér.

En það hafa vissulega verið framin valdarán á Íslandi. Bara á þessu kjörtímabili hafa verið framin þrjú valdarán. Vandinn er bara að stjórnvöld eru svo ands.... heimsk að þau föttuðu það ekki og þingheimur var litlu skárri, þó tilraun hafi verið gerð til að benda á þetta með einni vantrausttillögu, eftir aðra niðurlæginguna sem Alþingi fékk frá þjóðinni.

Þegar Hæstiréttur úrskurðaði kosninguna til stjórnlagaþings ólöglega, tók rétturinn fram fyrir hendur stjórnvalda og Alþingis. Tók völdin af Alþingi. Það var valdarán og ríkisstjórnin átti að segja af sér og boða átti til kosninga. Þá hefur Hæstiréttur slegið met í afskiptum af lagasetningu og störfum einstakra ráðherra og í raun marg oft tekið völd af þeim.

Tvisvar felldi þjóðin lög sem Alþingi hafði sett. Þjóðin tók því tvisvar völdin af Alþingi. Það var valdarán og ríkisstjórnin átti að segja af sér og boða átti til kosninga.

En heimska þeirra sem að völdum sitja varð til þess að ekkert gerðist. Stjórnin sat áfram eins og ekkert hefði í skorist, þó valdið hafi verið af henni tekið.

Það er spurning hvort Jóhanna og Steingrímur sitji ekki bara áfram í stjórnarráðinu eftir kosningarnar í vor, að þau fatti ekki að búið er að kjósa og taka af þeim völdin!

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2013 kl. 08:26

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Mikið rétt hjá þér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2013 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband