Um daginn og veginn.

Ég var svo einstaklega heppin að fara í Reykjavíkina daginn fyrir óveðrið, en hér í Fljótshlíðinni hefur ekki snjóað eins og fyrir sunnan en snælduvitlaust veður eigi að síður, það versta sem ég hefi upplifað hér, með ösku og moldroki sem tilheyrir í þessum veðuraðstæðum hér.

 Mér varð hugsað til þess í dag að það væri ferlegt að komast ekki út fyrir veðri og fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera innanhúss, en prjónaskapur og þrif urðu meginverkefni dagsins, eins og oft áður, ásamt því að skjótast út og loka öskutunnunni sem dansaði opin í vindinum.

Ég fór svo að velta því fyrir mér af hverju manni fyndist svo ferlegt að komast ekki út, þar sem aðra daga þegar maður kemst út, eyðir maður deginum samt sem áður innandyra amk. 80 %. alla jafna.

Jú þegar náttúruöflin skerða frelsismöguleikana hvað útivist varðar þá bregst maður við með því að reyna að finna " meira að gera " innanhúss þann daginn af því maður kemst ekki út.

Ég þurfti alla vega ekki að berjast um í snjósköflum heldur einungis að þurrka ösku úr gluggum, og það má þakka fyrir.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband