Hinn þjóðfélagslegi kostnaður sem lendir á Lögreglu, heilbrigðis og félagskerfinu er eitthvað sem þarf að skoða.
Þriðjudagur, 26. febrúar 2013
Hér er á ferð þörf og tímabær umræða, þar sem fyrir það fyrsta er verið að tala um að koma undirheimastarfsemi sem þjóðir heims hafa barist við í áraraðir upp á borðið, með annars konar nálgun við vandamálið, sökum þess að sú nálgun sem valin hefur verið skilar ekki nægilegum árangri.
Hinn þjóðfélagslegi kostnaður Lögreglu, heilbrigðis og félagskerfa sem fer í það, að taka á því að vandamálið sem slíkt, minnkar lítið sem ekki neitt með þeirri nálgun sem verið hefur, er eitthvað sem segir það að þörf sé að staldra við og skoða málin.
Það dugar ekki að koma með fræðslu í skóla þar sem hræðsluáróður fer fram af hálfu gamalla fíkla með reynslusögum allra handa, því miður, en stöðugur áróður er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki efni á öðruvísi.
Næstum hvern dag ársins er lögreglan upptekin við að taka einhvern undir áhrifum fíkniefna í umferðinni, á meðan brýst einhver annar ef til vill inn og stelur.
Með öðrum orðum lögregla gerir ekki annað á meðan.
Dulinn kostnaður til félags og heilbrigðismála af endalausu framboði fíkniefna úr undirheimastarfssemi sem þrífst sökum þess að við því hinu sama hefur ekki tekist að sporna við, með þeim aðferðum sem hafa verið við lýði, er hvoru tveggja nauðsynlegt og þarft að skoða.
Aldrei skyldum við hætta að berjast gegn neyslu sem slíkri en það er hollt að skoða aðferðafræðina við það hið sama.
kv.Guðrún María.
Vitfirring í vímuefnamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:42 | Facebook
Athugasemdir
Það verður nú gott að losna við gestapó taktikina sem nú er í gangi, en.
Hver er tilgangurinn að berjast gegn "neyslu"? Og hvað er átt þar við?
Hvað er að því að fá sér í glas af og til? Eða fá sér í nös eða reyk?
Er það í raun vandamál? Telst það ekki frekar eitt af nautnum lífsins og þess virði að halda í? (að eiga glaðan dag eins og sagt er.. ;))
Er það ekki frekar Ofneysla sem Getur verið vandamál?
Og það er nú alger minnihluti sem fellur í slíka gryfju og oftast af öðrum ástæðum en bara efnanna.
Geðvandamál og slíkt og í sumum slíkum tilfellum er hreinlega betra að fólkið noti vímugjafa eins og kannabis því að í mörgum tilvikum eru geðlyf ekki að gera sitt og fólkinu líður mikið betur í vímu. (tala af persónulegri reynslu og sömuleiðis samtölum við marga.)
Það vantar fræðslu um öll þessi nýju vímuefni (færð það reyndar online.) en það vantar ekki meiri Baráttu fyrir einu eða neinu í sambandi við þetta.
Það er eftir allt búið að vera Fjandans Stríð í gangi í vel yfir hálfa Öld, er ekki komið nóg af ofbeldi og forræðishyggju?
Er ekki nóg komið að vera að reyna að pissa í annars manns kopp?
Nóg komið að setja sig á háan hest með hvernig aðrir eiga að lifa?
Gaman að vita hvernig sumum finndist í sporum annarra. :)
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 12:41
http://adf.ly/IvAaw
óli (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 12:53
Sveinn, "Geðvandamál(Þunglindi þá???) og slíkt og í sumum slíkum tilfellum er hreinlega betra að fólkið noti vímugjafa eins og kannabis því að í mörgum tilvikum eru geðlyf ekki að gera sitt og fólkinu líður mikið betur í vímu." Hvernig er það þegar víman fer, kemur þá ekki upp ástand sem er í raun verra en fyrr? Og hvað þá, meira og svo meira og meira? Þetta kallast að byggja upp vandamál og hvað með aukaverkanir eins og geðveiki sem er fylgifiskur langvarandi kannabisneyslu? Ég trúi því ekki að þú sért að tala um önnur geðræn vandamál þar sem vímuefni(hvaða nafni sem þau nefnast) gera ekkert annað en að skapa önnur vandamál.
Brynjar Þór Guðmundsson, 26.2.2013 kl. 18:34
Brynjar, þú segir að geðveiki sé fylgifiskur langvarandi kannabisneyslu en tekur ekki fram (kannski vegna þess að þú veist ekki betur) að geðveiki er einungis mögulegur og meira að segja frekar sjaldgæfur fylgifiskur og þá aðeins hjá fólki sem byrjar að neyta kannabis í mjög miklu mæli fyrir 18-20 ára aldurinn og hefur verið í dagneyslu um árabil.
Hættan af kannbis fyrir fullorðið fólk er sáralítil og fíknihlutfallið er um 7-9% meðan fíknihlutfall áfengis er 16-18%
Róbert (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 20:45
Veit ekki hvort þú hafir verið að fylgjast með fréttum stöðvar tvö Róbert en þar var verið að tala við deildarstjóra á Geðlækninga. Þar koma meðal annars fram að 6 af hverjum 10 sem áttu við geðrofsvanda að stríða neyttu kannabis, bæði eftir skammvinna notkun og langvarandi.
"Hættan af kannabis fyrir fullorðið fólk er sáralítil og fíknihlutfallið er um 7-9% meðan fíknihlutfall áfengis er 16-18%" UM 7-9% fullyrðinguna dugir eitt orð, kjaftæði. Skilgreiningin á fíkn er þegar efni heltekur viðkomandi og skaðar líf fíkilsins og jafnvel annarra og viðkomandi á erfitt með að hætta þessu og jafnvel beitir lygum og blekkingum til að fela fíknina. Þetta kostar handlegg grammið en samt verður notandinn að fá þetta, fíkn? Ef þú ert tekin með kannabis áttu á hættu að vera settur í fangelsi, ef þörfin verður frelsinu yfirsterkari, er það þá ekki fíkn? Það fyrsta sem menn tapa þegar víman tekur yfir er dómgreind og á það við um öll vímuefni(áfengi og kannabis), og á meðan á vímu stendur og í góðan tíma á eftir er viðkomandi starfsmaður með verulega skerta starfsgetu og gert viðkomandi starfsmann verri en hann var og þar með eyðilagt fyrir bæði notandanum og vinnuveitandanum, það er fíkn. Eina leiðin sem ég sé fyrir mér að 7-9% gangi upp er sú að um sé að ræða fjöldi af Íslendingum sem eru fíklar enda sé ekki nema tíundi hver sem notar það eða að fíknin sé svo sterk að aðeins 7-9% annað hvort átta sig á því að í óefni sé komið og hinir neita því eða 80-90% notenda eru að ljúga til um fíknina. Ef fíkn í Kannabis væri 7-9% værum við ekki að ræða það heldur væri nær enginn að nota það.
Brynjar Þór Guðmundsson, 27.2.2013 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.