Skilgreina þarf gæðastig samfélagsþjónustu, heilbrigðis og menntunar, á hverjum tíma.
Miðvikudagur, 20. febrúar 2013
Einu sinni enn nefni ég það atriði sem ég hefi oft rætt um varðandi það atriði að skilgreint þjónustustig um gæði þjónustu hins opinbera á báðum stjórnsýslustigum ríkis og sveitarfélaga, hvað varðar til dæmis, heilbrigði og menntun sé till staðar.
Skattgreiðendur eiga að mínu viti að vita hvort sveitarfélagið A uppfyllir sömu þjónustu og sveitarfélagið B, hvað varðar samfélagsþjónustu alla.
Skattgreiðendur eiga einnig að geta fengið að vita hvort að Landspítali Háskólasjúkrahús þarf að flokka starfssemi sína á lægra gæðastig faglega, eða ekki.
Það er vissulega alvarlegt til þess að vita að Læknaráð Lsh, telji að við séum komin " fram af bjargbrúninni " en hvað þýðir það hið sama, samkvæmt gæðastaðlamati því sem stofnunin hefur án efa til staðar í sínum fórum, utan þess að fólk liggi á göngum í neonljósum, sem og auknu álagi og launaóvissu vegna samninga við eina stétt heilbrigðisstarfsfólks ... - ?
Flokkun sem slík á skallanum 1-10 um gæði þjónustu hvers konar sem heitir almannnaþjónusta fyrir skattfé landsmanna ætti sannarlega að vera til staðar.
Forgangsröðun fjármuna hvað varðar heilbrigði og menntun í forgang er eitthvað sem íslenskir stjórnmálamenn eiga enn eftir að þurfa að takast á við því forgangsröðun sem slík er enn ekki sýnileg að nokkru marki í fjárlögum íslenska ríkisins.
Einu sinni er hins vegar allt fyrst.
kv.Guðrún María.
Erum komin fram af bjargbrúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.