40 ár frá gosinu á Heimaey.
Miðvikudagur, 23. janúar 2013
Mér verður oft hugsað til þess þegar ég baka pönnukökur að pannan hennar ömmu heitinnar sem pabbi fór að sækja út í Eyjar í gosinu er nú enn þann dag í dag í notkun hjá mér.
Bæði amma og afi bjuggu í Eyjum þegar þessi atburður átti sér stað en amma var í íbúð sinni á Urðarstígnum en afi var á elliheimilinu.
Amma fór með bát í Þorlákshöfn um nóttina en afi með flugi til Reykjavíkur um morguninn.
Frændgarður minn í Vestmannaeyjum er stór þar sem samgangur undan Eyjafjöllum út í Eyjar hefur löngum verið mikill.
Í kjölfar þessa kom amma til okkar austur undir Eyjafjöll, og víða á bæjum fjölgaði fóki sem flúði hamfarir i Eyjum um tíma.
Tvær Eyjastúlkur fermdust með mér þetta ár, annars hefði ég verið ein í þessum mínum árgangi í minni sveit.
Fyrsta upplifunin af gosinu var sú að skólabíllinn kom ekki þar sem hann var á leið í Þorlákshöfn til að flytja fólk og það kom skömmu síðar í ljós um leið og farið var að hlýða á útvarp.
Um morguninn voru drunur það miklar að fé á túni fyrir framan bæinn heima var á hreyfingu og hlaupum.
Mömmu dreymdi draum sem hún túlkaði á þann veg að höfnin í Eyjum myndi bjargast og það varð raunin þótt sannarlega liti það ekki vel út um tíma með það hið sama atriði.
Þrautseigja og dugnaður Vestmanneyjinga er mikill og það atriði hve fljótt og hve vel tókst að hreinsa Heimaey að loknu gosi og hve margir fluttu til baka sem þó höfðu misst allt sitt er og verður sérstakur hluti af þjóðarsögu okkar Íslendinga að mínu áliti.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Facebook


heimssyn
nafar
einarbb
asthildurcesil
bjarnihardar
asgerdurjona
valli57
georg
estersv
stebbifr
zumann
magnusthor
jonvalurjensson
tildators
agny
utvarpsaga
launafolk
kristbjorg
axelthor
gammon
gagnrynandi
bergthora
bleikaeldingin
ea
hannesgi
kristinn-karl
ekg
hjolagarpur
baldvinj
kokkurinn
malacai
gattin
hlini
gjonsson
gudjul
bofs
gudnibloggar
gudrunarbirnu
gudruntora
jonmagnusson
heidabjorg
zeriaph
hallarut
skulablogg
hallgrimurg
hbj
fuf
xfakureyri
morgunblogg
helgatho
helgigunnars
kolgrimur
hrannarb
ikjarval
jevbmaack
jakobk
johanneliasson
jonlindal
jonsnae
nonniblogg
kristjan9
kjartan
kjarrip
kolbrunerin
lydvarpid
martasmarta
morgunbladid
mal214
raggig
seinars
salvor
fullvalda
duddi9
sigurjonn
sigurjonth
siggiholmar
sisi
siggisig
siggith
lehamzdr
bokakaffid
spurs
valdimarjohannesson
valdileo
vefritid
vestfirdir
villidenni
villialli
brahim
olafia
konur
rs1600
veffari
sparki
lydveldi
solir
olafurfa
omarbjarki
svarthamar
thoragud
thorasig
icekeiko
totibald
valdivest
olafurjonsson
fullveldi
samstada-thjodar
minnhugur
lifsrettur








Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.