Hráskinnaleikur og pólítísk sýndarmennska um stjórnarskrárumbætur.

Sjálfhverfir stjórnlagaráðsmenn sem skipun hlutu af ríkisstjórn í stjórnlagaráð hafa ekki getað tekið gagnrýni á eigin verk og lagt í krossferð til þess að hampa því hinu sama verki óendurskoðuðu, meðal annars sem frambjóðendur til þings fyrir næstu kosningar með hinum eða þessum flokkum ellegar sem stuðningsmenn ríkisstjórnar sem ekki hefur getað fest fingur á málinu.

Verki sem helstu fræðimenn þjóðarinnar á þessu sviði, telja óboðlegt sem grunn að nýrri stjórnarskrá, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Umvörpum yfirgefa menn fyrri sannfæringu sína um hin ýmsu mál, að virðist i eiginhagsmunatilgangi mögulegs framboðs til Alþings með setu á lista hjá flokkum fyrir næstu kosningar, og þetta mál er að virðist notað og nýtt eins
og " pólítískur brjóstsykur " þar sem hugmyndafræðin er færð í búninginn, allt fyrir alla, allrahanda í nýjum tillögum að stjórnarskrá.

Önnur eins sápuópera og verið hefur um þetta mál er vandfundin í mínum huga og fundur á Austurvelli er eitt stykki auglýsingaskrum í þessum tilgangi, ekkert annað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja að stjórnarskrármálið sé klárað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband