Stjórnarskrármálið er fyrir löngu orðið að sápuóperu, skrumskælingar lýðræðisins.

Mér er ekki sama hvernig stjórnarskrá lýðveldisins Íslands lýtur út og það atriði að henda fyrir róða þeim ákvæðum sem núverandi stjórnarskrá hefur, bara til þess að " búa til nýja " einhvern veginn, eins og gert hefur verið, er eitthvað sem ég tel, nú sem endranær,
gjörsamlega út í hött.

Tillögugerð hins skipaða stjórnlagaráðs sem stjórnvöld tóku að sér að skipa til þess hins sama verkefnis eftir að kosningar höfðu verið ógiltar, er einfaldlega ekki einn einasti grunnur að stjórnarskrá heldur nokkur stykki fögur markmið á blaði með allra handa moðsuðu sem engan veginn er forsenda lagasetningar um eitt eða annað, því miður.

Þeir sem ekki átta sig á því hinu sama nú, munu gera það síðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnarskrármálið fallið á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fór í gegnum hugann minn við lestur þessarar greinar (eða fyrstu 10 orða hennar:

"Mér er ekki sama hvernig stjórnarskrá lýðveldisins Íslands lýtur út ... Ha? Lýtur! Stafsetningarvilla. Jæja, ég er hættur að lesa. Það er ekki mark takandi á fólki sem kann ekki að skrifa."

Alexander (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 00:58

2 identicon

alexander! kl.00:58

Taktu eftir því að ég nota lítinn staf í nafninu þínu.

Það gefur þér til kynna að ég hef ekki mikið álit á þér sem persónu.

Hér er verið að ræða um tilurð nýrrar stjórarskrár fyrir land og þjóð.

Og það gefur þú nú ekki mikið fyrir, heldur ert þú að eltast við stafsetningarvillur. Það er með ólíkindum hvað þú og þínir líkir geta opinberað heimsku sína, og það á opinberum vettvangi.

hafðu góðan alexander.Kveðja

Jóhanna (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 05:38

3 identicon

alexander, maður lokar venjulega sviga þegar maður á annað borð setur eitthvað í sviga.

Þegar menn eru að setja út á stafsetningarvillur, þá er nú eins gott að það sé fullkomið sem frá þeim kemur!

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 07:26

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Guðrún María, ég var að hugsa þetta sama og einnig varð mér hugsað til þessa tíma sem Stjórnlagaráðið hafði í þetta 4 mánuði.

Þetta eru innan við 120 lagagreinar, 115 eða 116 ef ég man rétt og 4 mánuðir eru ca.120 dagar sem ráðið hafði til að semja ef það eru teknir allir dagar mánaðarins í þetta...

Þetta er sýndarmennska og það skal engin segja mér að ráðið hafi samið þetta allt á eigin spýtu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.1.2013 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband