Hátt í 300 milljónir úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til þess að bjarga Haukum, ......

Fyrir mig fyrrum íbúa Hafnarfjarðar og leigjanda að félagslegri leiguíbúð þar í bæ, sem vísað var á brott, vegna þess að ekki var hægt að semja við mig um greiðslu skuldar, eftir tekjutap í kjölfar slyss sem bæjarstarfsmaður, er það mjög svo undarlegt að sjá að bæjarsjóður þessa sama bæjarfélags skuli skömmu síðar, taka að sér hátt í 300 milljóna króna fjárskuldbindingu íþróttafélagsins Hauka ásamt því að vera að byggja upp hús fyrir FH í Kaplakrika mér best vitanlega.

Hvað mig varðar var réttargæslumaður fatlaðra sem blandaði sér í mitt mál hundsaður að því leyti að þeim hinum sama var sagt að leysti yrði úr mínum málum sem EKKI VAR GERT.

Lögin um félagsþjónustu sveitarfélaga voru fótum troðin, að mínu áliti, af hálfu stjórnvaldsaðila stjórnsýslu bæjarins sem komu að mínu máli.

Tíminn mun leiða það í ljós hvort menn muni þurfa að svara til ábyrgðar í því efni, en eins og áður sagði þá er það blaut tuska í andlitið að sjá að bæjarsjóður þessa sveitarfélags skuli geta bjargað nokkur hundruð milljóna króna skuldum íþróttafélaga, meðan fötluðu fólki er vísað úr félagslegum leiguíbúðum þar sem ekki er hægt að semja um verulega minni fjárhæð en þarna er um að ræða.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband