Stefnuskrá Samfylkingar um inngöngu í Esb er eins og heilög kú á Indlandi.

Hið meinta jafnaðarmannaríki Evrópu sem stefnuskrá SF vísar til að virðist hvað varðar inngöngu í þetta bandalag er orðið að heilagri kú, sem flokksmenn tilbiðja og neita að skoða breyttar aðstæður alveg sama hverjar eru, allra handa, því stefnuskrá flokksins er ofar öllu slíku.

Auðvitað er það er það í senn stórhlægilegt sem og grátlegt að fylgjast með slíku á stjórnmálasviðinu þar sem menn berja hausnum við steininn og viðurkenna ekki lýðræðisleysið við ferli þetta og andstöðu meirihluta þjóðar gegn máli þessu.

Samfylkingin hefur einangrað sig sem einstefnuöfgaflokkur hér á landi, einkum og sér í lagi vegna afstöðu sem og endurskoðunarleysis í þessu máli.

Það er rétt sem Ragnar bendir á að flokkar við stjórnvölinn sem komið hafa að stað viðræðuferli án þess að þjóðin hafi verið spurð um vilja, vitandi um meirihlutaandstöðu við málið, eru í raun að skaða orðspor Íslands til lengri og skemmri tíma.

Mál er að linni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rangt að draga ESB á asnaeyrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála bæði hvað varðar trúarbrögð Samfylkingarinnar og svo að mál að linni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband