Jöfnuður Samfylkingar og Vinstri Grænna, að hundsa aldraða og öryrkja ?

Það er til háborinnar skammar fyrir þá flokka er sitja við stjórnvölinn að gefa loforð sem ekki er staðið við varðandi tímabundnar skerðingar á lífeyri aldraðra og öryrkja.

Enn eigum við meðal okkar fólk sem skilað hefur okkar samfélagi miklu en hefur samt sem áður ekki áunnið sér lífeyrisréttindi á vinnumarkaði sem skyldi.

Þetta sama fólk má þurfa að taka öllum skattahækkunum þessarar ríkisstjórnar sem komið hafa til sögu og aukið hafa kostnað við framfærslu hvers eins einstaklings í þessu landi, en hækkun lífeyris sem fryst var í 3 ár og átti að hækka um áramót er svikin af valdhöfum.

Ég skora á þingmenn þessarar þjóðar sem sitja á Alþingi Íslendinga að taka mál þetta upp á þingi, og ekki væri verra að Þjóðkirkjan gerðist málsvari þeirra sem þetta mega meðtaka nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Réttmætur lífeyrir skertur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Algerlega sammála þessu Guðrún María.  Þetta er svívirðing og vanvirðing við  þjóðfélagshóp sem á sér fáa talsmenn og þar af leiðandi heyrist ekki mikið um þetta talað.  Svo  má minna á það að þeir sem lengst hafa greitt í lífeyrissjóði eru að stórum hluta að borga tvöfaldan skatt af þessum peningum.   Þegar væntanlegir frambjóðendur til Alþingis fara að gera hosur sínar grænar fyrir okkur í vetur, spyrjum við þá út í  þetta.

Þórir Kjartansson, 5.1.2013 kl. 10:08

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Þórir.

Takk fyrir innlitið. Það er rétt menn treysta því rétt eins og fyrri daginn að hér sé ekki hávær hópur á ferð.

Já það þarf að spyrja þingmenn um þessi mál.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.1.2013 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband