Óska landsmönnum árs og friðar og framsóknar á nýju ári.

Ég kveð árið sem er að líða og fagna nýju ári þessi áramót sem endranær.

Ég þakka fyrir allt það góða sem árið hefur borið í skauti sér en þetta ár hefur verið reynsla fyrir mig að mörgu leyti, ekki hvað síst úrvinnsla þess áframhaldandi að eiga ekki heilsu til þess að geta alla hluti af sjálfsdáðum eins og árið áður.

Allt hefur sinn stað og tíma og óhjákvæmilega þarf maður að aðlaga því sem er mögulegt hverju sinni.

Ég vona að mitt þjóðfélag muni sækja fram á komandi ári og aukin atvinnutækifæri til handa landsmönnum sjái dagsins ljós, með skynsamlegu skipulagi umgjörðar allrar af hálfu kjörinna stjórnvalda.

Óska landsmönnum árs og friðar og framsóknar á komandi ári.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt nýtt ár GMaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2013 kl. 16:19

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Gleðilegt ár og gott nýtt ár.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband