Rafmagnið er ekkert sem við getum tekið sem sjálfsögðum hlut.
Sunnudagur, 30. desember 2012
Þegar veður sem slík heimsækja okkur eins og gerist nú fyrir vestan er rafmagnið eitt af því sem hugsanlega undan lætur en það er afskaplega stór hluti af nútíma lífi hér á landi eigi að síður.
Boðskipti eins og sími er eitthvað sem mætti án efa fræða ögn meira um hvað varðar það atriði að hafa síma sem ekki er þráðlaus og háður rafmagni til boðskipta í slíkum aðstæðum.
Ég hefi oft rætt það áður að ef til einhverra slíkra hamfara kæmi á þéttbýlustu svæðum varðandi rafmagnsleysi þá er ekki víst að boðskipti kæmust til skila, m.a vegna þess að útvarp með batterí er ekki til á öllum heimilum eða heimilissími sem ekki þarf rafmagn.
Það eiga ekki allir landsmenn gsm síma, eða er það ?
Rokið undir Fjöllunum forðum daga í uppvextinum færði mér þá lexíu að þá var eðlilegt að rafmagnið færi ef það gerði rok, en rokið heima var náttúrulega oft all mikið rok.
Kerti og eldspýtur voru því eins nauðsynlegar og mjólkin á dimmum vetrardögum í rafmagnsleysi.
Frá þeim tíma hefur nútímamaðurinn orðið enn háðari rafmagni á allan handanna máta og viðbrigðin við skort á slíku því eðli máls samkvæmt mikil.
Hin köldu svæði landsins sem hita upp hús með rafmagni eru enn frekar háð því að skortur á slíku vari ekki lengi.
Vona að vel gangi að koma rafmagni á fyrir Vestan.
kv.Guðrún María.
Rafmagn skammtað á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk Guðrún María mín, já svo sannarlega skiptir máli að hafa rafmagn. Það er fljótt að kólna í húsum þegar rafmagnsleysi er viðvarandi. Sem betur fer tókst að koma varaaflsvélunum hér í lag, svo við höfum þó allavega rafmagn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2012 kl. 11:51
Gott að vita það Cesil mín.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 31.12.2012 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.