Um daginn og veginn, rétt fyrir áramót.

Fór í mína sjúkraþjálfun á Hvolsvöll í dag, í ágætu veðri hér í Rangárþingi miðað við árstíma, rigningu og nær auðri jörð.

Er mjög fegin að hafa getað fengið sjúkraþjálfun á Hvolsvelli, þ.e að þurfa ekki að fara lengra eftir þeirri þjónustu en þjálfunin er eins og áður mitt haldreipi til þess að halda mér gangandi.

Árið 2012, hefur verið skrítið ár fyrir mig að mörgu leyti í baráttu fyrir eigin hagsmunum, baráttu sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég myndi þurfa að upplifa sem fatlaður einstaklingur, þar sem vilja til lausna á málum skorti alfarið í raun af hálfu þeirra sem eiga að heita við stjórnvöl í fyrrum bæjarfélagi sem ég bjó i, því miður.

Mín tilfinning er sú að þeir stjórnmálaflokkar sem þar fara með völd nú, verði ekki endilega endurkosnir til verka er fram líða stundir, né heldur við stjórnvöl landsins á vori komanda.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún Maria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband