Um daginn og veginn.

Blessað tíðarfarið getur verið skrautlegt á þessum tíma og þótt rigni einn klukkutímann, þá kann að snjóa þann næsta og hlána þann þriðja og frysta þann fjórða.

Ég hef því undanfarið verið í eins konar upprifjun á akstri í slíkum aðstæðum sem manni fannst nú ekki mikið mál milli tvitugs og þrítugs en síðari ár eitthvað sem ekki hefur þótt mikið spennandi innanbæjar, hvað þá úti á dimmum vegum.

Sem betur fer hefur reynslubankinn nýst mér og ég komið sjálfri mér á óvart satt best að segja í þessu efni sem er ágætt en samt elska ég það að þurfa ekki að hreyfa bíl.

Jólaundirbúningurinn er annars hafinn á bænum í hinu og þessu en eins og venjulega undanfarin ár, en enn er ég samt að dúllast í því að koma mér fyrir á nýjum stað sem verður hluti af jólum þessa árs.

Ég er búin að fara í fyrsta tíma í sjúkraþjálfun á Hvolsvelli og fer aftur í næstu viku en þjálfunin hefur verið mitt haldreipi hvað heilsutetrið varðar.

Ég æfi mig nú á þvi að þrifa fallega húsið sem ég bý í, í áföngum, pínulítið á hverjum degi eins og ég get þann daginn og svo áfram þann næsta.

Allt fær sinn tíma og stað smám saman.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Guðrún Maria. Mér þykir einhvernveginn svo gott að heyra frá þér og að hlutirnir eru að falla saman. Mikið væri ánægjulegt ef þú sýndir okkur mynd af fallega húsinu þínu.

Björn Emilsson, 6.12.2012 kl. 06:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Birni, gott að hlutirnir eru hægt og hægt að komast í ró hjá þér Gmaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.12.2012 kl. 10:10

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið bæði tvö.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2012 kl. 00:14

4 identicon

Heil og sæl Guðrún María æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Tek undir; með heiðursfólkinu Birni og Ásthildi Cesil, algjörlega.

Og vona; að þú finnir þér hugarró góða, í Rangæzku kyrrðinni, fornvinkona kær.

En; megi þeim Hafnfirzku, sem sýndu þér ósvífni og vanvirðu, hefnazt grimmilega - þó; síðar verði, Guðrún mín.

Hefnigirni frænda minna Mongóla; er fyrirgefningar þelinu Vestræna yfrið yfirsterkari, ein og þér er svo sem kunnugt, Guðrún María.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.12.2012 kl. 00:54

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Óskar minn.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2012 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband