Björn Valur og Lúðvík hafa talið að allir væru að horfa á Alþingisrásina.

Það er alltaf eitthvað nýtt á þingi að sjá má.

Hvorum skyldi hafa dottið uppátækið í hug ?

Óhjákvæmilega kemur upp í hugann gamli Hafnarfjarðarbrandarinn um það hvers vegna Hafnfirðingar fara út í glugga i eldingum, sem ku vera vegna þess að þeir hinir sömu telja að það sé verið að taka af þeim myndir......

Það skal tekið fram að ég hef verið Hafnfirðingur þar til nú nýlega.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Þarf ekkert að kenna mér“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það versta er að þeir eru allir jafn viðbjóðslegir og mundu selja börnin sín fyrir atkvæði og völd.

Guðmundur Pétursson, 1.12.2012 kl. 04:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og ég sem hélt að ég væri búinn að upplifa alla vitleysuna sem gæti komið frá Alþingi - Ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Við hverju getur maður búist??

Jóhann Elíasson, 1.12.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég fékk nú næstum grátkast úr hlátri þegar sjá mátti þá félaga ganga með spjöldin fyrir ræðustól í kvöldfréttum, og svei mér þá ef þetta toppaði ekki Spaugstofuna á öllum tímum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.12.2012 kl. 23:24

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

GMaría sammála þér þetta er grátbroslegt, og ekki til sóma.  En það er samt miklu verra að vera með hroka og segja að það þurfi ekkert að kenna manni um góða siði þegar maður hefur einmitt verið staðinn að slíkum strákapörum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2012 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband