Alveg stórskemmtilegt að sjá opinberar stofnanir rífast innbyrðis.

Er einhver pólítik í þessu Lúpínumáli, spyr maður óhjákvæmilega, því venjan er að allir hanar gala er liður að kosningum til þings ?

Sú er þetta ritar hefði talið það eðlilegra að stofnanir hins opinbera gætu komið sér saman um einstök verkefni er heyra undir sama svið, í þessu tilviki eyðingu Lúpínu.

Lúpínu sem ekki fyrir svo löngu síðan var sáð til þess að græða örfoka land, af hálfu sömu sérfræðiráðunuta viðkomandi stofnanna hins opinbera sem á þeim tíma voru allir sáttir við það hið sama að virtist.

kv.Guðrún María.


mbl.is Lúpínan í Þórsmörk þrætuepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Lúpínan hefur staðið sig vel, og ég mun ætíð halda uppi vörnum fyrir hana.Hún hefur gert undraverk hér á Siglufirði og aðrar plöntur munu ná sér á strik, þökk sé Lúpínunni.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 14.11.2012 kl. 13:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lúpína á sennilega vel við í örfokalandi til uppgræðslu, en hún er þjóðhættuleg þegar kemur að grónu landi svo sem eins og berjalöndum og fjallagróðri sem hún valtrar yfir og eyðir jafnt og þétt.  Hér þarf að vera millivegur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband