Samfélagsleg ábyrgð sveitarfélaga, spara aurinn en kasta krónunni ?

Útboð þjónustu er hvoru tveggja sjálfsögð og eðlileg leið til þess að ná niður kostnaði við rekstur hvers konar, svo fremi að útboðsverkefni hverju sinni innihaldi sömu þjónustu og áður var fyrir hendi.

Sé hins vegar verið að bjóða út hluta þjónustu sem fyrir var en ekki alla, þá er það sveitarfélaganna að upplýsa um slíkt.

Stórkostlegur klaufaskapur við útboðsgerð hefur að mínu viti valdið því að hluti verkefna sem einu sinni voru innt af hendi af starfsmönnum sveitarfélaga til dæmis við þrif í skólum, þýða allt aðra gerð af þjónustu en fyrir var, miklu minni, en í því felst sparnaðurinn þar á bæ.

Þar sitja því eftir verk sem lenda á öðrum sem ekki hafa hingað til haft slíkt á sínu verksviði en mega þurfa bæta þvi, við sín störf, vegna þess hins sama en fá ekki krónu meira í launaumslagið fyrir.

Í upphafi skyldi því endir skoða í þessu sambandi og útboðsgerð sveitarfélaga þarf að innihalda öll þau verk sem unnin voru en ekki hluta þeirra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kemur verst við ófaglærðar konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband