Hið íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfi er EKKI umhverfisvænt.

Sá hér áðan á bloggi ummæli er nýskipaður forstjóri Umhverfisstofnunar hefur látið frá sér fara þess efnis að fiskveiðistjórnunarkerfið íslenzka sé "umhverfisvænt" , en þessi stofnun heyrir undir núverandi ráðherra Framsóknarflokksins sem varið hefur hið hundómögulega kvótakerfi þrátt fyrir það atriði að sérstaka nefnd hafi þurft að skipa til þess að skoða brottkast fiskjar þótt það hafi ekki verið gert fyrr en myndir náðust af brottkastinu eins vitlaust og það er. Og hvað þá 5% meðafli var leyfður sökum þess að þarna var um vandamál að ræða og verulega sóun á verðmætum ljóslega. Það mætti nefna tuga annarra röksemda gegn því að það sé umhverfisvænt svo sem oliueyðlsu fiskiskipaflotans, tilfærslu íbúa vegna kerfisins og verðmætasóun gífurlega þar að lútandi, skort á uppbyggingu fiskistofna .... osfrv....................................

.Slík ummæli eru því einhver mestu öfugmæli sem fyrirfinna má.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Eftir 20 ár á sjó þá verð ég að viðukenna að það tæki mig sennilega viku að skrifa niður alla gallana,en læta duga að benda á þá einföldu staðreynd að ekkert mun breitast á meðan núverandi stjórnarflokkar ráða.

Georg Eiður Arnarson, 19.2.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband