Siðvitund samfélagsins.

Það hefði löngum þótt vera skortur á háttprýði að ræða klám á torgum. Nú til dags þykir slíkt ekkert mál enda frelsið án marka. Þetta annars yndislega frelsi sem vill umsnúast í andstæðu sína frumskógarlögmálið ef engin finnast mörkin og enginn andæfir eða spyrnir við fótum. Iðnaður sem gerir út á það að virkja hvatir mannsins fyrir neðan nafla alls konar sem söluvöru gerir það að verkum að virkni mannsins fyrir ofan nafla verður minni ef mikil ásókn er í slíka iðnaðarvöru. Flóknara er það nú ekki að mínu viti. Siðir og venjur eru ekki eitthvað ofan á brauð heldur atriði sem þarf að iðka og viðhafa frá kynslóð til kynslóðar og ef eitthvað misbýður siðvitund okkar þá er sjálfsagt að andmæla því hinu sama. Það hækkar siðferðisstig samfélagsins.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband