Ráðherrastólar og stefna flokksins.

Það er allsendis ekki sama hvort menn setjast í ráðherrastóla ellagar þurfa að sitja á bekknum við eldhúsborðið í þinginu, hvað varðar skoðanir og fylgispekt við eigin flokk, eða hvað ?

Vinstri hreyfingin grænt framboð stakk eigin stefnu undir stól við upphaf þessa ríkisstjórnarsamstarfs og afskaplega mismunandi er hvernig tekist hefur að fá þingmenn jafnt sem flokksmenn til þess að dansa áfram á þeim hinum sama dansleik, sem og þá kjósendur sem komu flokki þessum til valda til embætta við stjórn landsins.

Það er missir að Guðfríði Lilju sem þingmanni en mikið skil ég hana vel að vilja yfirgefa sviðið nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Vilji menn halda flokknum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, Guðfríður Lilja var ein af fáum þingmönnum sem er heiðarleg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.11.2012 kl. 13:03

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mjög dugleg kona og sönn sinni sannfæringu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.11.2012 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband