Hvar er virðingin fyrir fólkinu sem kom okkur til manns ?

Það er ætíð jafn skammarlegt til þess að vita að fólkið sem kom okkur til manns hér á landi og skapað hefur það þjóðfélag sem við þó höfum, megi þurfa að sitja með byrðar á herðum af skerðingum á kjörum á efri árum, skerðingum sem ganga þó ekki jafnt yfir alla í þessu tilviki.

Það heitir mismunun og er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í raun, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, eitt af mörgum brotum á þeirri hinni sömu reglu þar sem það væri sannarlega þarft að skipa sérstaka rannsóknarnefnd af hálfu Alþingis til þess að fara ofan í saumana á því hvar og hvenær jafnræðisreglan er brotin á þegnum landsins, hvort sem er, hvað varðar aldur, eða annað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kjaraskerðing verði afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Kæra Guðrún María. Mikið satt og rétt. Vert er að taka undir skrif Björgvins Guðmundssonar um kjör alraðra. Þinn stuðningur er mikils virði. Embættismenn ríkisins ´milljón króna klubburinn´ fengu leiðréttingu á kjaraskerðingu, en gamalmenninn enga.

Björn Emilsson, 1.11.2012 kl. 06:02

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg ljóst að mannréttindi eru brotin á eldri borgurum og öryrkjum þessa lands og hefur veril all lengi.  Hér þarf að skoða málin frá grunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 11:35

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þökk fyrir innlitið Björn og Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2012 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband