Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt núgildandi lögum.

Frá árinu 1990, hefur þetta staðið í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða hér á landi.

" 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "

Þetta ákvæði er skýrt og því algjörlega óþarft að bæta við einhverju um það hið sama í stjórnarskrártillögum, ellegar lagasetningu annarri hvers konar í raun, svo er og hefur verið og aðeins sitjandi stjórnvalda að framfylgja því hinu sama samkvæmt lögunum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segja Steingrím hóta útgerðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þrátt fyrir þennan texta, Guðrún María, er raunveruleikinn allt annar. Það sem menn geta selt, leigt og erft  virkar alveg sem einkaeign viðkomandi.  Misvitrir stjórnmálamenn gáfu litlum hópi manna þessa auðlind og það verður ekki auðvelt að leiðrétta þann gjörning.

Þórir Kjartansson, 30.10.2012 kl. 08:21

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

1. gr stjórnarskránnar segir svo: "Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn".

1. gr. tillagnanna er; "Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn". 

Í bæklingnum sem var sendur í hvert hús, eru tillögurnar vinstra meginn og stjórnarskráin hægramegin, með þeim áherslum sem eru svipuð. 

Í nýju tillögunum er grein 34. svo hljóðandi:

"Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar.  Enginn getur fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareiggn teljast náttúrgæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns og virkjanaréttinda, jarðhita og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfnbæra þróun og almennahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindinar,ábyrgð á vernd þeirra.  Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar til auðlinda eða annarar takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.  Slíkk leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum".

Þarna er autt hjá okkar gömlu stjórnarskrá. 

Þetta var eitt af þeim atriðum sem hafði þau áhrif að ég ákvað að breyta minni ákvörðun.  Ég hafði nefnilega alltaf staðið í þeirri trú að fyrsta grein stjórnarskrárinnar væri eins og þú segir.  Mér þætti gaman að heyra af hverju þetta er svona, og hvaða og hvort einhver misskilningur er hér í gangi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 12:34

3 identicon

Einn af göllunum við þennan texta er að hann er merkingarlaus. Þarna er verið að nota huglæg hugtök sem ekki hafa neina fasta skilgreiningu. Það væri eins hægt að setja í lög að öll hús eigi að vera falleg. Samskonar textadæmi er til dæmis að finna á mörgum stöðum í "nýju stjórnarskránni" þar sem skýrt orðalag er látið víkja fyrir fagurlega orðaðri merkingarleysu og lýðskrumi. Texta sem hljómar vel en er ónothæfur og gengur engan veginn upp. Ef það væri nóg að segja "öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir" gætum við hent á haugana öllum lögum í landinu.

sigkja (IP-tala skráð) 30.10.2012 kl. 12:48

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Með góðum vilja er hægt að hártoga og þræta um hvaða texta sem er herra eða frú sigkja.  Það er varla hægt að tala skýrara en gert er í þessari 34. grein. og ef að einhverjir geta ekki skilið það sem þar stendur er það einfaldlega af því að menn vilja ekki skilja það.

Þórir Kjartansson, 30.10.2012 kl. 17:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En af hverju er okkur sagt að fyrsta grein í stjórnarskrárlögunum sé :"" 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. "?  Það er einfaldlega rangt, og hvar er þá þessi grein? er hún í einhverjum viðaukalögum eða hvar ég fann hana ekki þegar ég las yfir stjórnarskrána.  Hér virðist vera um hreina mistúlkun að ræða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.10.2012 kl. 18:53

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir innlitið, raunin er sú að þessi lög eru í gildi og það atriði að setja eitthvað álíka í stjórnarskrá gerir ekkert meira en þessi lög, með öðru orðum, breytir engu.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.10.2012 kl. 00:56

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvar stendur þetta GMaría mín, ég hef lesið stjórnarskrána og ekki fundið þetta það.  Og ég sem hélt að það væri þarna, en finn það bara ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2012 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband