Burt með þig úr Hafnarfirði, Guðrún María !

Svo virðist að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga gildi ekki um mig og mína persónu, hér í sveitarfélaginu Hafnarfirði, þar sem ekki var mögulegt að veita mér frest, til niðurgreiðslu eldri skuldar, til þess að vita hvar ég stæði að loknu tjónsuppgjöri slyss sem ég varð fyrir sem starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, fyrir tæpum tveimur árum.

Fór á sérstakan fund við aðila alla er gegna hlutverki í þessu bæjarfélagi frá félagsráðgjafa, formanns fjölskylduráðs, viðtals við sviðsstjóra í sumar til bæjarstjóra í gær en engin gat né getur gert neitt......

Þrátt fyrir það atriði að lögin um félagsþjónstu sveitarfélaga kveði á um það að ráðgjöf og úrræði skuli vera verkefni sveitarfélaga, þá gildir það ekki um mig, og mína persónu, eins og áður sagði, hér í þessu sveitarfélagi.

Það er eitt að hafa vinnugetu og annað að tapa henni, því möguleikarnir til þess að umbreyta tekjustöðu hverfa við það að tapa vinnugetunni.

Daginn sem ég slasaðist átti ég að fara að vinna aukavinnu eftir nokkurt hlé, en gat ekki og allan tímann þessi tæpu tvö ár hefði ég getað fengið vinnu þessa en gat ekki tekið hana vegna heilsutaps.

Alla mína hunds og kattartið hefi ég unnið láglaunavinnu á vinnumarkaði, fullan vinnudag lengst af, þar sem ég hefi ekki gengið menntaveginn og sökum þess ekki haft tekjustöðu til kaupa á húsnæði sem ekkja og einstæð móðir hin síðari ár.

Í þann áratug sem ég starfaði hjá Hafnarfjarðarbæ, starfaði ég með góðu fólki sem lagði allt á sig til þess að gera sem best fyrir vinnuveitanda sinn, og þar tel ég mig sjálfa hafa gert það sama og sá góði hópur gerði og gerir enn þann dag í dag á lélegum launum menntaðir jafnt sem ómenntaðir.´

Mér er gert að rýma heimili mitt fyrir 15, nóvember næstkomandi með mínar skuldir á bakinu og væntanlega ekki möguleika til þess að halda heimili hér framar, því húsaleigubætur yrðu teknar upp í skuldina hér, af mér sem þýddi það að ég ræð ekki við það af örorkubótum mínum.

Þannig er nú það.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mín kæra vinkona hvað getur maður sagt við svona, þetta er bara gjörsamlega út úr öllu dæmi, svo ekki sé talað um þessa svokölluðu velferðar stjónr sem nú ríkir.  Eg ég krosa mína fingur og tær til að þú fáir réttláta úrlausn á þínum vanda mín kæra

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2012 kl. 02:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil mín, og takk fyrir þín elskulegheit í minn garð, nú sem áður.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.10.2012 kl. 00:02

3 identicon

Heil og sæl; Guðrún María æfinlega; sem aðrir gestir, þínir !

Sýslumanns viðbjóðurinn Hafnfirzki; sem og Bæjarstjóra gerpið, verðskulda fyllilega, að verða stillt upp við vegg - og ákveðnir hlutir gerðir, við þá.

Ömurleg framkoma; í þinn garð, og sonar þíns, af hálfu þessa andstyggilega hyskis, í ljósi dapurlegs heilsufars þíns, ekki hvað sízt, Guðrún mín.

Með kærri kveðju; austan af utanverðu Suðurlandinu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 12:40

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Óskar minn og takk fyrir innlitið og góðar kveðjur, sýslumaður er bara að vinna sitt verk, bæjaryfirvöld ráða ferðinni í þessu efni.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2012 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband