Samfylkingin rær á lýðskrumið í komandi kosningum.

Núverandi ríkisstjórn mun að öllum líkindum slá sig til riddara undir formerjkum lýðræðisins hins mikla allra handa, sem þó ekkert er í raun heldur einungis lýðskrum og loforð um breytingar sem enginn veit þó hverjar skulu verða og engin sátt ríkir um á Alþingi.

Ríkisstjórnin kaus að færa mál þetta í þennan búning óvissuferðalags og fáránlegrar popp opp uppákomu af hálfu þeirra er skipaðir voru í eitt stykki ráð rikisins til tillögugerðar um stjórnarskrá.

" Mikilvæg og söguleg þáttaskil " er svo fjarri sanni að það hálfa væri nóg en ráðherran er eldri en tvævetur í pólítik og auðvitað er nærtækt að slá sig til riddara hins mikla lýðræðis, helmings kosningabærra manna sem sögðu já , já, já ...... um einhverjar breytingar.

Breytingar frá ríkisstjórn sem ákvað að láta almenning í landinu borga hrunið, með sköttum og horfa á ofan úr Fílabeinsturninum.

Velferð er orð á blaði eins og fyrri daginn, sem rætt er á ráðstefnum til þess að skilgreina vandann í stað þess að leysa, en þá er hægt að greiða þeim sem þar hafa framsögu í stað þess að verja fjármunum til málaflokksins.

Því miður lifum við í blaðursþjóðfélagi þar sem allir þykjast vilja leysa allan vanda í orði kveðnu en hafa ekki bein í nefinu til þess að taka ákvarðanir sem þjóna heildarhagsmunum hverju sinni.

Ráðherra blæs hér kunnugar sápukúlur sem hugsanlega gætu hentað til þess að hennar flokkur gæti áfram setið við valdatauma, ekkert annað.

kv.Guðrún María.


mbl.is Flokkadrættir og klækir víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heilmarkt til í þessu hjá þér Guðrún María, samt setur að mér gagnrýnan hug þegar þú ferð að tala um velferðarsamfélag.

Eiríkur Harðarson, 24.10.2012 kl. 02:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þína skoðun Eiríkur.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2012 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband