Um daginn og veginn.

Ég þakka fyrir hvern dag sem ég er ekki mjög slæm af verkjum í bakinu, en ég hefi öðlast lærdóm um það hvað ég get og hvað ekki, sem smám saman hefur orðið að venjum.

Ég þakka fyrir að hafa góðan sjúkraþjálfara sem sífellt hjálpar mér til þess að halda minni heilsu eins og mögulegt er.

Ég þakka reyndar hvern dag í mínum bænum fyir allt það góða sem verður á vegi mínum og bið fyrir þeim sem erfitt eiga.

Jafnframt bið ég minn Guð um ráð og dáð í verkum daganna, en bænin er von og vonin lífsneisti, nauðsynlegrar bjartsýni þess efnis að ætíð finnist lausnir á
hvers konar vanda, við að fást.

Raunin er sú að ætíð finnast lausnir, allt er það spurningin um hversu skynsamlegar lausnir maðurinn finnur í málum öllum, frá því smæsta upp í það stærsta.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér vel GMaría mín.  Mundu bara að öll él styttir upp um síðir.  Þú átt gott að láta erfiðleikana ekki buga þig.  Sýnir þann þroska sem þú hefur mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband