Nei, nei, nei, við ESB, þann 20 október.
Miðvikudagur, 10. október 2012
Aldrei mun ég samþykkja tillögur að nýrri stjórnarskrá sem heimila framsal fullveldis eins og tillögugerð sú sem núverandi stjórnvöld eru að láta fara fram skoðanakönnun á í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Aldrei.
Ég vildi ég hefði meiri tíma til þess að setja fram ýtarlega gagnrýni mína á heildartillögugerðina en sé ekki í hendi mér að hafa þann tíma sem til þess þarf um þessar mundir.
Ég vil hins vegar segja þetta, fæstir stjórnlagaráðsmanna hafa stigið fæti inn á Alþingi Íslendinga og tekið þátt í lagasetningu, tillögugerðin litast því all nokkuð af því hinu sama, varðandi loðið orðaval sem aldrei getur verið forsenda lagasetningar, heldur er þar á ferð stjórnskipuleg óvissa sem við sannarlega þurfum ekki á á halda nú um stundir.
Heimild til fullveldisafsals er óásættanleg í stjórnarskrá eins og áður sagði, en hamagangur þeirra fulltrúa til þess að róa árum að samþykki þessara tillagna kemur einkum úr röðum þeirra sem styðja núverandi stjórnvöld við valdatauma og birtist landsmönnum sem pólítiskur áróður sem aldrei skyldi verið hafa um þetta mál.
Núverandi stjórnarskrá inniheldur jafnræðisreglu gagnvart borgurunum og það atriði að sækja þann rétt er eitthvað sem hver maður hefur rétt til í dag.
Það er sjálfsagt að endurskoða stjórnarskrá og betrumbæta en það er EKKI sama hvernig það er gert og það atriði að henda bara gömlu og búa til nýja allt öðru vísi, þýðir stjórnskipulega óvissu.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Guðrún, mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. (Ég tek það fram að ég er mjög mótfallinn aðild Ísland að ESB)
1) Telurðu tryggt að núverandi stjórnarskrá komi í veg fyrir aðild okkar að ESB? Ef svo er, hvaða grein er það sem þú skilur þannig?
2) Ég geri ráð fyrir því að ef þjóðin hafnaði aðild í Þjóðaratkvæðagreiðslu en Alþingi samþykkti samt aðild, að þér þætti það vera algjör svik við þjóðina. Ef við gefum okkur hins vegar að þjóðin samþykki aðild, er þá réttlætanlegt að Alþingi, eða sjálf stjórnarskráin komi í veg fyrir það?
3) Hefur það hvarflað að þér að þeir þingmenn, sem vilja leyfa sægreifunum að halda yfirráðum yfir auðlindum hafsins velja frekar að skapa efa 111. greinina en að ræða um auðlindirnar. Vitandi það að fólk er frekar tilbúið að snúast gegn frumvarpinu ef það telur það snúast um ESB aðild.
4) 111. greinin kerir kröfu um að allt valdaframsal sé afturkallanlegt og að þjóðin eigi lokaorðið í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Finnst þér það virkilega hættulegra en stjórnarskrá sem bannar ekki valdaframsal, er óljós þegar kemur að valdaframsali, eða ef hún bannar valdaframsal að þá eru ákvæðin það veik að þau hafa margsinnis verið hundsuð?
Ingólfur, 10.10.2012 kl. 09:42
Ingólfur þetta er nefnilega nákvæmlega málið. Það er augsýnilegt hverjum þeim sem skoðar málið frá grunni. Vona bara að fólk átti sig á þessu í tíma. Það er svo sem augljóst ef menn bara skoða hverjir eru mest á móti frumvarpinu, það eru sjálfstæðismenn og þeir gera allt til að stöðva það. Meira að segja með yfirlýsingu frá Bjarna Ben. Halda menn virkilega að það sé tilviljun ein að þeir vilja alls ekki að frumvarpið nái í gegn?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2012 kl. 11:58
Sæll Ingólfur.
Svarið við þínum spurningum er einfalt og á þann veg að aldrei skyldum við setja heimild til framsals á fullveldi í okkar stjórnarskrá, aldrei.
Núverandi stjórnarskrá inniheldur enga slíka tilburði.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.10.2012 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.