Sunnudagspistill, hugsað upphátt.
Sunnudagur, 7. október 2012
Það hefur verið skritinn tími hjá mér þetta sumar frá lokum maí til núna í byrjun október, þar eitt stykki óvissa hefur verið fyrir hendi.
Nú er ákveðinni óvissu eytt og við tekur önnur óvissa að öllum líkindum í framhaldinu, en svona er þetta blessað líf okkar sitt á hvað, gleði og sorg, sigur og tap, skúrir og sólskin.
Maður hefur hins vegar ekkert val um annað en að halda áfram veginn , sama hvað það er sem heimsækir mann hverju sinni áskapað ellegar ekki áskapað.
Ég var að pakka niður bókum í kassa í gær og ein bókin vildi ekki ofan í kassa og rann úr greipum mér á gólfið, kápan fór í sundur sem hafði reyndar áður verið límd saman svo ég tók bókina til hliðar. Þetta var bókin Lög og réttur eftir Ólaf heitinn Jóhannesson, góð og merk bók sem ég hef gegnum tíðina gluggað í milli spjalda.
Mér varð hugsað til þess hve mikill fjársjóður finnst á rituðu máli hér á landi í formi útgefinna bóka um hin ýmsu mál, en ég rakst einnig á bók sem heitir Hundrað hugvekjur og skrifaðar voru af prestum forðum daga til húslestra þar sem lagt er út af tilvitnunum úr Biblíunni.
Sú bók er algjör gullmoli sem ég hafði lesið pínulítið í hér einu sinni en sá að ég þyrfti að gera aftur.
Við það að pakka niður bókunum öðlaðist ég smávegis yfirsýn yfir bókaflóðið sem tilheyrir mínu heimili og komið hefur úr ýmsum áttum.
Ég á bara eftir að pakka niður um það bil hundrað ljóðabókum og þá er bækurnar tilbúnar til þess að fara í geymslu og ég get haldið áfram og tekið eldhúsið næst í þvi efni.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.