Sunnudagspistill, hugsađ upphátt.

Ţađ hefur veriđ skritinn tími hjá mér ţetta sumar frá lokum maí til núna í byrjun október, ţar eitt stykki óvissa hefur veriđ fyrir hendi.

Nú er ákveđinni óvissu eytt og viđ tekur önnur óvissa ađ öllum líkindum í framhaldinu, en svona er ţetta blessađ líf okkar sitt á hvađ, gleđi og sorg, sigur og tap, skúrir og sólskin.

Mađur hefur hins vegar ekkert val um annađ en ađ halda áfram veginn , sama hvađ ţađ er sem heimsćkir mann hverju sinni áskapađ ellegar ekki áskapađ.

Ég var ađ pakka niđur bókum í kassa í gćr og ein bókin vildi ekki ofan í kassa og rann úr greipum mér á gólfiđ, kápan fór í sundur sem hafđi reyndar áđur veriđ límd saman svo ég tók bókina til hliđar. Ţetta var bókin Lög og réttur eftir Ólaf heitinn Jóhannesson, góđ og merk bók sem ég hef gegnum tíđina gluggađ í milli spjalda.

Mér varđ hugsađ til ţess hve mikill fjársjóđur finnst á rituđu máli hér á landi í formi útgefinna bóka um hin ýmsu mál, en ég rakst einnig á bók sem heitir Hundrađ hugvekjur og skrifađar voru af prestum forđum daga til húslestra ţar sem lagt er út af tilvitnunum úr Biblíunni.

Sú bók er algjör gullmoli sem ég hafđi lesiđ pínulítiđ í hér einu sinni en sá ađ ég ţyrfti ađ gera aftur.

Viđ ţađ ađ pakka niđur bókunum öđlađist ég smávegis yfirsýn yfir bókaflóđiđ sem tilheyrir mínu heimili og komiđ hefur úr ýmsum áttum.

Ég á bara eftir ađ pakka niđur um ţađ bil hundrađ ljóđabókum og ţá er bćkurnar tilbúnar til ţess ađ fara í geymslu og ég get haldiđ áfram og tekiđ eldhúsiđ nćst í ţvi efni.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband