Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.

Það er alveg ágætt að sá hópur sem hér kemur fram undir formerkjum áhuga um Evrópusambandsaðild sýni sig sem einstaklingar á sínum stað í þjóðfélaginu hvort sem um er að ræða hugsanlega forkólfa fyrirtækja með gróðavon ellegar einhverja sem eiga hlutabréf í fyrirtækjum sem hugsanlega gætu grætt á aðild að Evrópusambandinu, við sölu á öllu mögulegu sem ómögulegu, ellegar aðra sem sjá ekki sólina fyrir styrkveitingum utan að frá.

Eitt er ljóst að framtið með lægri launum en nú eru til staðar sem eru allsendis nægilega lág, bíður við inngöngu í Evrópusambandið.

Það vita þeir sem vilja vita.

Óheft landamæri athafnafrelsis er sannarlega ekki eitthvað sem við Íslendingar skyldum heldur íhuga nú um stundir í ljósi nýliðinnar reynslu varðandi það hið sama.

Framtíðarsýn einnar þjóðar byggist fyrst og fremst á eigin sjálfbærni hvað varðar gjaldmiðil og efnahagsstefnu og samvinnu við aðrar þjóðir á grundvelli þess hins sama, svo er og mun verða.

Fullveldi þjóðar og sjálfsákvarðanataka um mál öll er ekki söluvara til inngöngu fyrir skammtímahagsmuni einstakra fyrirtækja á markaði í Evrópu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja breyta framtíðarsýninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Á ávökxtunum skulu þið (þér) þekkja þá."

Var þetta ekki slógan hjá Silla og Valda verzlununum i den tid.

Enda voru þeir yfirleitt með góða ávexti.

Kveðja frá Las Vegas.

Plagiarism.

Jóhann Kristinsson, 3.10.2012 kl. 02:20

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jóhann.

Jú jú.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.10.2012 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband