Siðvitund samtímans og stjórnmálin.

Þegar svo er komið að menn fara hringinn kring um eigin sannfæringu til þess að þóknast tíðarandanum þá er þörf að staldra við og hugleiða tilganginn.

Hinn aldagamli undirlægjuháttur okkar Íslendinga er ríkjandi í dag sem aldrei fyrr undir formerkjum þess sem ég kalla " liberisma " þar sem allir eru sammála öllum í einhverju sem aftur gerir það að verkum að þeir hinir sömu eru skoðanalausir um hin ýmsu mál.

Þetta skoðanaleysi gerir það að verkum að stjórnmál og stjórnmálaflokkar upp til hópa eru eins og kjötsúpa með rófum, haframjöli, gulrótum, káli, grjónum og salti, sem öllum líkar vel en enginn veit hvort áherslan er meiri á haframjölið eða gulrófurnar, kjötið eða saltið, millum þeirra sem sjóða súpuna hverju sinni.

Þeir sem skera sig úr þessari flóru liberalkjötsúpukokka i stjórnmálum, eru undantekningalítið hafðir að háði og spotti og þeim velt upp sem sérvitringum þótt slíkir sérvitringar mættu sannarlega vera mun fleiri öllum til hagsbóta.

Væri það eðlilegt að kirkjunnar þjónar slepptu því alveg að þjóna kristinni trú í messum með ræðum um eitthvað annað ?

Allt hefur sín mörk og innan marka frelsisins fáum við notið þess en við þurfum að þekkja þau mörk sem til staðar eru, þannig er hægt að skapa ábyrgara samfélag með vitund um siðgæði.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband