Makríllin gengur gegn stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum.

Það er náttúrulega alveg ægilegt að einhver utanaðkomandi fiskur setji aðalstefnumál forystuflokks þessarar ríkisstjórnar í uppnám eins og gerst hefur á kjörtimabilinu.

Það verður mjög fróðlegt að fylgast með því hvernig verður á spilum haldið í þessu sambandi ekki hvað síst þar sem sjávarútvegsráðherrann er andsnúinn inngöngu í sambandið en utanríkisráðherra í sömu ríkisstjórn ekki.

kv.Guðrún María.


mbl.is Litlar líkur á ESB-aðild verði makríldeilan ekki leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Einhverra hluta vegna þá held ég að SF segi heil og eru í forhönd eins og kom fyrir hana ömmu mína sálugu þegar hún var að spila vist ein jólin og var í förhönd, en var með eina svort á hendi, blessuð sé minning hennar.

Það var mikið hlegið og amma gamla líka, en þetta sem SF er að meðhöndla er ekkert grín ef SF spilar ekki vel úr spilunum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 02:47

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu og slæmt er það fyrir Sf. þegar það er ekki lengur bara við fólkið á Íslandi sem erum á móti stefnu Samfylkingarflokksins...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.9.2012 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband