Hið mikla ofmat á stjórnun hér á landi.

Höfum við heyrt um það að hækka þurfi laun i stjórnunarstöðum til þess að ná fram réttlæti ?

Jú við höfum án efa heyrt um það en hve mikið vitum við um það hve mjög sá er launaður sem stjórnar starfssemi þeirri sem við vinnum við, hér og þar í þjóðfélaginu ?

Við vitum ekki neitt um það þvi launaumverfið er einn stór feluleikur millum stétta, millum stjórnenda, millum hins almenna verkamanns sem oftar en ekki þarf að taka á sig engar launahækkanir og aukið álag meðan aðrir fá hækkanir í krafti menntunar sem þó finnst hlutur sinn lítill ef til vill.

Einu upplýsingarnar sem við höfum er skattskráin um tekjur manna sem endurspeglar ekki nema að hluta laun viðkomandi við sitt starf.

Þessi feluleikur er fáránlegur og laun hinna ýmsu stétta í þjóðfélaginu sem og launamunur á milli þeirra hinna sömu er eitthvað sem eðlilegt er að sé uppi á borðinu einkum og sér í lagi hjá hinu opinbera.

Öllum til hagsbóta.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er nú þannig gerð að ég held að fólk vinni vinnuna sína og ekkert betur þó það fái betri laun.  Heldur eftir því hvernig það er innréttað sjálft.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2012 kl. 12:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tek undir það Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.9.2012 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband