Eru stjórnendalaun " ef til vill " árangurstengd við sparnað ?

Ætli skýringar á launahækkun forstjórans sé ekki að leita í árangurstengd laun við sparnað hjá stofnuninni ?

Kæmi ekki á óvart en ef til vill mun ráðherra velferðarmála skýra þessi mál nánar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki réttur tími fyrir launahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hin nýja launastefna norrænu velferðarstjórnarinnar er að opinberast. Þar eru þeir verðlaunaðir sem mestann árangur sýna í niðurskurði og auknu vinnuálagi starfsmanna sinna.

Þetta sýnir launahækkun forstjóra Landsspítala og þetta sýnir einnig ráðning innanríkisráðherra í stöðu sýslumanns á Húsavík. Báðir hafa þeir fengið þakkir stjórnvalda, opinberlega, á vel unnum störfum við niðurskurð.

Þarna koma fram tveir þeir ráðherrar sem mestu mannaforáðin hafa í ríkisbákninu og gefa tóninn. Þessir ráðherrar eru úr sitthvorum stjórnaflokknum, svo ekki er annað hægt en telja þetta stefnu ríkisstjórnarinnar, fyrstu hreinu vinstristjórnar landsins, hinni norrænu velferðarstjórn, sett saman af þeim flokkum sem þykjast kenna sig við verkalýðsstéttir landsins! Ríkisstjórn sem stjórnað er af manneskju sem í meir en 30 ár hefur sótt sitt fylgi til þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu og þeirra sem vilja hlut þess hóps meiri.

Skömm velferðaráðherrans er mikil, en skömm innanríkisráðherrans þó enn verri, í ljósi þess hvert hans starf var áður en hann settist á þing.

 Mest er þó skömm forsætisráðherra, verkstjóra ríkisstjórnarinnar!!

Gunnar Heiðarsson, 14.9.2012 kl. 00:57

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Gunnar, mikið rétt og sé þetta vitnisburður um jöfnuð, þá er erfitt að átta sig á því hvað jöfnuður er.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.9.2012 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband