Vilji löggjafans þarf að vera skýrt orðaður í lögum landsins.

Það er til góð lög og það eru til slæm lög hér á landi að mínu áliti en góð lög eru þau lög sem auðvelt er greina á milli hvað skal og ekki skal, ekki hvað síst þegar kemur að því atriði hvort stórfyrirtæki geti með einhverju móti komist milli þils og veggjar að uppkaupum á auðlindum landsins en jafnframt fyrir almenna framkvæmd mála í stjórnsýslu sem og dómsstóla til að dæma eftir.

Það eru nú nokkuð mörg ár síðan ég lagði til að eitt þingár á Alþingi Íslendinga yrði tekið í það eitt að yfirfara gildandi lög í landinu með tilliti til þess að skoða hvað stangist á og laga þarf, taka úr notkun og yfirfæra.

Vald ráðherra hverju sinni til þess að setja reglugerðir við lög mætti takmarka að mínu viti og gera þá kröfu að reglugerðasetning kæmi til skoðunnar þingheims.

Réttarfar hlýtur að mótast af lagaumhverfi þvi sem er til staðar í landinu og framkvæmdvaldi er ætlað að framkvæma en aðhald að því hinu sama á hverjum tíma er vissulega nauðsynlegt þar sem óskýr lög, innihalda túlkun um framkvæmd.

Í upphafi skyldi því endir skoða í þessu sambandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Óheiðarleiki sem ekki fór í dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband