Eru börnin afgangsstærð ?

Því miður er það reynsla sem ég þekki mjög vel að koma að lokuðum dyrum með barn í vanda sem slíkum á sínum tíma og það atriði að fullorðnir fíklar fái betri þjónustu en börn var mín upplifun um tíma.

Það var alveg sama hvort um var að ræða barnaverndarfulltrúa eða foreldri, hvorugur aðili gat opnað dyr sem þurfti að opna til handa barni , einstaklingi í vanda á þeim tíma til þess að viðkomandi fengi nauðsynlega meðferð.

Ekkert pláss á Stuðlum og foreldri sagt að hringja bara á lögreglu til þess að passa sjálft sig en barnið............... barn í verulegum vanda á þeim tíma var eitthvað sem engin gat fundið úrræði við, fyrr en Lögreglan ég endurtek lögreglan FÓR með barnið á BUGL og barnið var tekið inn til meðferðar, í samvinnu við foreldri.

Það var góð meðferð og eina vitræna úrræðið þ.e innilokuð meðferð með barn í vanda, en þegar kom að framhaldi varð barnið afgangsstærð þar sem ekki var til
LOKAÐ framhaldsúrræði sem þurfti á þeim tíma og við tók áframhaldandi barátta sem náði inn á fullorðinsár.

Aldrei verður það of oft sagt hve mikilvægt það er að grípa inn í með föstum tökum nógu snemma í þessu efni en þá er það svo að verja þarf fjármagni í þau hin sömu úrræði og börn eiga ekki að þurfa að koma að lokuðum dyrum meðan þau eru börn svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fullorðnir fíklar fá betri þjónustu en börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband