Allt upp í loft á Evrópudansleik ríkisstjórnarflokkanna.

Það er frekar erfitt fyrir VG, að reyna að vera bæði með og á móti aðildarumsókn að Evrópusambandinu þegar líður að lokum kjörtímabils þessarar ríkisstjórnar og alls konar sjónleikjatilstand á sér stað í þvi sambandi.

Hinir gífurlegu forræðishyggjutilburðir sem flokkarnir tveir hófu samstarf sitt með, varðandi það að troða aðildarumsókn að Esb gegnum þingið án þess að spyrja þjóðina álits, verður ævarandi vitnisburður um skort á stjórnvisku.

Til þess að reyna að bera í bætifláka fyrir aðferðafræði þessa var boðað til þjóðfundar um stjórnarskrá og kosið til stjórnlagaþings, sem ekki vildi betur til en Hæstiréttur dæmdi ógilt.

Aftur kom forræðishyggjan til sögu og stjórnin skipaði ráð þeirra efstu úr hinni ógildu kosningu til tillögugerðar fyrir þingið sem ekkert var gert með annað en það að setja það beint í atkvæðagreiðslu undir formerkjum lýðræðis, án skoðunnar eða meðferðar kjörinna fulltrúa á þingi.

Skrumskæling lýðræðisins í þessu efni varð því alger.

Við munum örugglega mega meðtaka alls konar sjónleiki fram að næstu þingkosningum varðandi dansinn kring um Evrópusambandið þar sem menn eru annað hvort að koma eða að fara af dansleik þeim hinum sama.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband