Gamalt vín á nýjum belgjum.

Einhver sagði einhvern tímann að það sem sameinaði Íslendinga, væri sundrungin og því miður held ég að það geti verið nokkuð til í því.

Eftir efnahagslegt hrun hér á landi hafa komið til sögu hinir ýmsu snillingar sem allir telja sína aðferð mesta og besta til að stjórna landinu.

Gallinn er sá að þar eru of margir á ferð til þess að nokkurn tímann geti menn sameinast um eitt eða neitt.

Stjórnmálaleg ringulreið er síst það sem Ísand þar á að halda til framtíðar og fjögurra flokka kerfi á sannarlega að nægja hér á landi til þess að greina sundur stefnumið í stjórnmálum almennt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stefnir í á annan tug framboða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband