Kúvending frá norðri til suðurs verður seint talin málamiðlun.

Ég þekki ungt fólk sem kaus VG, í síðustu kosningum, nær einungis vegna stefnu flokksins varðandi andstöðu við Evrópusambandsaðild.

Þessir kjósendur trúðu því að flokkur þessi virti eigin stefnu í svo afgerandi máli sem já eða nei við ESB er.

Annað kom í ljós þvi miður og það verður seint hægt að tala um málamiðlun í þessu efni því það á ekki við.

Öll hin háværa gagnrýni núverandi formanns VG. Steingríms J.Sigfússonar á markaðshyggjuna allra handa sem sá hinn hafði sig mjög í frammi með í stjórnarandstöðu, flaug sem fiður til þess að komast í vinstri stjórn með Samfylkingu og salta stefnu flokksins samtímis ofan í tunnu, sem nú er verið að veiða upp úr til málamynda á flokksfundi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Samstarf kallar á málamiðlanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband