Er það brot á mannréttindum að vera dregin fyrir dóm tvisvar til að dæma nákvæmlega sama gjörning ?
Sunnudagur, 19. ágúst 2012
Getur það verið að stjórnsýsla í okkar litla landi sé það ófullkomin að einhver einn einstaklingur megi meðtaka það að vera dreginn fyrir dóm til þess að framkvæma nákvæmlega sama gjörning tvisvar ?
Ef svo er, getur verið að það hið sama kunni að vera brot á mannréttindum sem klaufaskapur viðkomandi aðila hefur orsakað ?
Samningar eru samningar og til þess er undiritun viðkomandi aðila sem og vottun til þess að það hið sama standist lög.
Þegar húsaleigusamningi hefur verið rift og enginn nýr gerður, er ekki hægt að rifta húsaleigusamningi við viðkomandi aðila, fyrir dómi, sem sá hinn sami hefur aldrei undirritað. Eða hvað ?
Geta aðilar kanski bara búið til plögg og lagt inn til dóms ?
Því miður það hefur nú þegar verið reynt í mínu tilviki, og ég kært til innanríkisráðuneytis sem vísað hefur í úrskurðarnefnd um félagsþjónustu og húsnæðismál til úrlausnar.
Ég þarf að mæta í dóm þann 10 september næstkomandi með greinargerð sem ég mun gera mér til varnar í þessu máli, en eðli máls samkvæmt er ég í algerri óvissu um hvað verður og á ekki von á því að nefndin hafi þá klárað sína yfirferð.
Það álag sem því fylgir að búa við þessa óvissu er eitthvað sem aldrei skyldi hafa til þurft að koma sökum þess að viðkomandi aðilum var mögulegt að óska eftir því með einu bréfi að ég færi úr þessari íbúð, þar sem ég gæti ekki greitt niður skuldina ásamt leigugreiðslum mánaðarlega, án tilkomu dómstólameðferðar nokkurs konar og kostnaðar þar að lútandi í viðbót.
Við skulum endilega horfa á mannréttindi erlendis og standa með þeim sem þar eru hugsanlega brotin mannréttindi á, en kanski væri einnig ágætt að kíkja í eigin barm öðru hvoru hér á landi.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heil og sæl Guðrún María; æfinlega !
Hefi sagt það áður; og segi enn.
Í siðuðum löndum Asíu; Kína - Indónesíu, og Íran, til dæmis, yrði farið með þetta pack, sem ofsækir þig og þína, að tilteknum veggjum, og það fengi þá meðferð, sem það verðskuldaði; algjörlega.
Í villimanna þjóðfélaginu Íslandi; gildir annað - þar; þarft þú að hafa fúlgur fjár, til þess að múta Mafíunni, til þess að fá þinn hlut leiðréttann, fornvinkona góð.
Andstyggileg framkoman; af hálfu þessa liðs, gagnvart þér og þínu fólki, er með þeim hætti, að ég verð víst að biðja þig forláts á, að hafa ekki eftir það, sem ég vildi frekar sagt hafa, Guðrún mín.
Gangi ykkur; allt í haginn, í ykkar andstyggilegu aðstæðum, sem þetta illyrmis- og illvilja fólk, hefir komið ykkur í.
Með kærri kveðju; suður eftir /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 02:37
Mín kæra þetta er aldeilis óþolandi aðstaða hjá þér og hefur greinilega tekið sinn toll í heilsu þinni og lífi. Vona allt það besta þér til handa. Megi þessu ljúka farsællega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.8.2012 kl. 09:38
Það er ekki hægt að dæma tvisvar fyrir sama dóm. Ef það skeður er sá dómur vanhæfur, því til að geta dæmt þetta mál þarf að vera til staðar löggilt undirritað samningur sem er verið að dæma eftir. Ef dómurinn ætlar að dæma þennan samning aftur sem þegar hefur verið rift það stenst í raun ekki því hvað á hann að dæma? Það er ekkert til að dæma!
Mér dettur í hug orð til að leggja fyrir dómara „að vísa þessu frá dómi vegna vanhæfar (eitthvað er vanhæft) þar sem húsaleigusamningi hafi verið rift" a) fá framlengingu á meðan unnið er í málinu.
Ómar Gíslason, 19.8.2012 kl. 12:00
Tek undir orð þeirra sem hér hafa skrifað.
Óska þér alls góðs Guðrún mín.
Sigurður Þórðarson, 19.8.2012 kl. 18:40
Ég tek undir það, sem, Óskar Helgi, Ásthildur Cesil og Ómar Gíslason hafa ritað hér að ofan. Vona svo sannarlega, Guðrún María, að fleiri bloggarar láti í ljós skoðun sína á þeim fantabrögðum, sem þú lýsir á bloggi þínu.
Með bloggvinarkveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 19.8.2012 kl. 18:48
Hjartans þakkir fyrir innlitið og góðar óskir og góð ráð, Óskar, Cesil, Ómar, Siggi, og Kristján.
góð kveðja.
Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 20.8.2012 kl. 00:08
Sæl GMaría. Þú hlýtur að vera búin að leita lögfræðiálits á þessu og vita hvaða útgönguleið er fær og hvernig henni verður landað.... ég óska þér alls hins besta og ef ég get eitthvað gert þá er ég til ... þú lætur bara vita. Baráttukveðjur til þín og þinna.. Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.8.2012 kl. 09:09
Sæl Kolla.
Takk fyrir góðar óskir.
Ég hef ekki efni á því að ráða mér lögfræðiaðstoð í þetta mál en hefi leitað eftir áliti hjá Neytendasamtökunum m.a. sem styður það sem ég tel vera í þessu máli.
Ég mun færa það fram sjálf fyrir dómi þann 10 sept, en þangað til á ég ekki von á nokkur geri neitt.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.8.2012 kl. 00:42
Æ GMaría... ég hef ekki góða reynslu af því að fara án lögmanns fyrir dóm þó manni virðist réttlætið vera augljóst... seinna var þeim dómi snúið hastarlega af mjög góðum lögmanni ( jú þeir eru til :) ) alveg ótrúlegt bara... Þetta var reyndar ekki ég sjálf en mér nákominn... Það getur verið dýrt að spara í dómsmálum... en vona að þú standir þig í þessu sem öðru. Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.8.2012 kl. 20:18
Lögmenn eru engin trygging fyrir málslokum þótt ágætir séu í sínu fagi, og þetta mál snýst um þau annars einföldu atriði hvort menn hafi skjöl til þess að rifta eða ekki fyrir dómi.
Væntanlega mæti ég þar fulltrúa lögmannsins sem rekur málið fyrir bæinn, eins og síðast, en ekki lögmanni sjálfum, og kanski kemur enn ein viðbótarútgáfa af pappírum, án frumrits, kanski verður málið dregið til baka og kanski fær bærinn dæmdan útburð á grundvelli ónýtra pappíra, kemur í ljós.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2012 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.