Um daginn og veginn.

Ég á það til að gleyma því að gera ekki of mikið í einu þegar ég er að reyna að þrífa í kring um mig, sem aftur kostar það að gera ekki neitt næstu daga, til að ná úr sér verkjum.

Mér finnst ég aldrei geta gert nógu mikið eins og ég vildi gert hafa, en veit að ég verð að gjöra svo vel að sætta mig við það að geta ekki gert það sem ég gerði áður en bakið varð ónýtt.

Sennilega er ég ekki búin að meðtaka það alveg ennþá, það tekur tíma.

Undirliggjandi óvissa um húsnæðismál er eitthvað sem ég sofna með á kvöldin og vakna með á morgnana, en reyni að víkja burt úr huganum yfir daginn með viðfangsefnum sem varða eitthvað annað.

Af gefinni reynslu gegnum lífið veit ég að maður má ekki drukkna í vandamálum við að fást, þótt á stundum virðist þau hinu sömu eins og óbrúaðar ár, á stundum.

Lífið heldur áfram og alltaf skyldi maður finna ánægju í einhverju því sem maður tekur sér fyrir hendur, hvað svo sem það er, það er hægt.

Ég trúi því að sannleikurinn geri mennina frjálsa, en frelsið á sér vissulega mörk því innan marka frelsisins fáum við þess notið.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki gott að burðast með svona áhyggjur GMaría mín, sér í lagi ef manni líður illa líkamlega líka.  Vona að þetta leysist, og að þú náir að yfirvinna kvíðan og örvæntinguna út af þessu máli.  Og svo þrekleysi þínu.

Ef svona hugsanir sækja á mig á kvöldin bægi ég þeim umsvifalaust frá.  Fer í ævintýraleik með sjálfri mér og hugsa jákvætt og sé allt fyrir mér eins og ég vil að það verði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 01:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Cesil mín, ég þarf alltaf tíma til þess að laga mig í rúminu í alls konar stellingar til þess að geta sofnað og þá er þetta í huganum en sem betur fer næ ég nú að sofna enn sem komið er.

Ég er hinn týpiski Krabbi og þegar óöryggið um heimilið er til staðar þá er allt í uppnámi.

Takk fyrir umhyggju og elsku.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2012 kl. 01:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil elskuleg mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband