Gleðilega þjóðhátíð Eyjamenn.

Það er og verður alltaf sjarmi yfir þjóðhátíð í Eyjum, og í mínum huga er það brekkusöngurinn sem stendur upp úr á hátíðinni nú sem áður.

Vegna vinsælda þessarrar hátíðar er þar einnig að finna helstu listamenn þjóðarinnar á músiksviðinu hverju sinni.

Veðurguðirnir leika hins vegar stórt hlutverk um hversu ánægjuleg dvöl á þjóðhátíð er í tjaldi, eðli máls samkvæmt.

Heimaklettur býður gesti velkomna hvort sem ferðast sjóleiðina eða með flugi og Herjólfsdalurinn er náttúruleg umgjörð til hátíðahalds með skjóli fyrir norðannæðingi.

Óska Eyjamönnum og þjóðhátíðargestum til hamingju með hátíðina.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vel gengur á þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband