Núverandi stjórnarskrá er betri en fyrirliggjandi tillögur um breytingar.

Krafan um breytingar á stjórnarskrá landsins er orðin að eins konar pólitískum hráskinnaleik, þar sem breytingar persé eru eins konar aðalatriði, að mér finnst burtséð frá tilgangi þeirra hinna sömu breytinga.

Endurskoðun stjórnarskrár hefur lengi verið á dagskrá Alþingis en eftir hrunið var sú hin sama endurskoðun eitthvað sem menn hengdu hatt sinn á sem sérstakan kapítula til einhvers konar framfara sem mér er ekki sýnilegt með hvaða móti skal verða.

Kosning til stjórnlagaþings sem dæmd var ógild var síðan hundsuð af stjórnvöldum og skipað í ráð samkvæmt þeim sem hlutu flest atkvæði í hinni ógildu kosningu, sem störfuðu og skiluðu tillögum sem að mínu viti eru álika því og stjórnarskráin hafi verið sett í hrærivél og bökuð með auka lyftidufti sem er loðið orðaval allra handa og fagurgali sem aldrei verður til skýrleika um lagasetningu í einu landi.

Alþingi gerði ekkert með málið og nú eiga landsmenn að fá að kjósa um þessa hrærivélahugmyndafræði um nýja stjórnarskrá óbreytta í haust í boði ríkisstjórnarinnar.

Ég víl hafa núverandi stjórnarskrá áfram svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnarskráin ramminn sem hélt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband