Getur ekki snúist um " íslenskan framkvæmdastjóra " ....

Afskaplega eru þetta nú sérkennileg vinnubrögð varðandi það atriði að veita undanþágu þar sem svo virðist vera að forsendan sé sú að framkvæmdastjóri félagsins sé ´" íslenskur " sem aftur vekur upp spurningar um þjóðerni framkvæmdastjóra geti undir einhverjum kringumstæðum skipt máli í þessu sambandi.

Í mínum huga snýst þetta mál um það atriði hversu mikið magn af landi erum við tilbúin að selja í einu lagi til erlendra fjárfesta, punktur.

Helminginn af landinu, einn þriðja eða hvað ?

Afskaplega lítil umræða hefur farið fram á stjórnmálasviðinu um þessi mál fyrr en þetta mál kom til sögu, og stefnumótun því eftir því.

kv.Guðrún María.


mbl.is Minnisblaðið sem talað er um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband