Aftur í matvörubissness.

Ég óska Jóhannesi alls góðs eins og öllum öðrum en verð að viðurkenna að ég undrast að sá hinn sami hafi ekki fengið sig fullsaddan af störfum í matvörubissness hér á landi, þar sem frekar langt er um liðið síðan hann var verslunarstjóri SS í Háaleitinu, að mig minnir þau tíu ár sem við störfuðum saman hjá sama félagi í þá daga.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og Bónus ævintýrið varð að veruleika sem enn er meðal vor en vissulega verður fróðlegt að vita hvernig samkeppni kemur til með að verða svo ekki sé minnst á hag neytenda í þvi sambandi.

Kostur, Bónus og Krónan eru í nágrenninu og það skyldi þó aldrei vera að nýr samkeppnisaðili komi til með að lækka verðið.

Kemur í ljós.

kv.Guðrún María.


mbl.is Margmenni við opnun Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað undirbýður hann heiðarlega kaupmenn og nær svo afslættinum til baka með samkurli við heilsala og hærra verði á öðrum vörum.

Það mun ekki breytast.

Oj bara, trúi ekki að fólk láti blekkjast... AFTUR !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 09:59

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það á eftir að koma í ljós hvernig kaupin munu ganga fyrir sig á eyrinni í markaðsumhverfinu, en mér best vitanlega hefur lagaumgjörðin lítið breyst.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2012 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband